
Hlaðvarp um kvikmyndagerð . . 180⁰ Reglan er spjallþáttur í umsjón Freyju Kristinsdóttur. Í þættinum ræðir Freyja við fólk sem starfar á ólíkum vettvangi í kvikmyndageiranum á Íslandi, fær innsýn í feril viðmælenda og þeirra sýn á bransann hér á landi. Viðmælendur eru úr öllum áttum, en reglan er sú að hafa jafnt kynjahlutfall viðmælenda í þættinum.
Episodes

Saturday Sep 14, 2019
#02 Grímur Hákonarson - leikstjóri
Saturday Sep 14, 2019
Saturday Sep 14, 2019
Grímur Hákonarson frumsýndi nýverið Héraðið, sína þriðju mynd í fullri lengd. Grímur spratt fram á sjónarsviðið fyrir alvöru þegar önnur mynd hans, Hrútar, fór sigurför um heiminn. En ferillinn byrjaði að sjálfsögðu ekki þar, því enginn verður óbarinn biskup. Í viðtalinu förum við yfir ferilinn, allt frá upphafsárunum og fram til dagsins í dag.
Héraðið: https://kvikmyndir.is/mynd/?id=12204
Tónlist: "Out Of Nowhere" eftir Hauk Karlsson
No comments yet. Be the first to say something!