Elísabet Ronalds er einn af okkar fremstu klippurum. Núorðið klippir hún aðallega myndir úti í hinum stóra heimi, en gefur sér öðru hvoru tíma til að koma heim til Íslands og klippa. Klippari hefur gríðarleg áhrif á hvernig saga er sögð í bíómynd, og því getur útkoma myndar standið og fallið með því hvernig hún er klippt. Í þessu viðtali við Elísabetu fáum við að skyggnast inn í líf og starf þessarar lífsglöðu konu, og það er augljóst að ævistarfið er hennar ástríða. 

Tónlist: Magni Freyr Þórisson (magniice@gmail.com)

https://magniice.bandcamp.com/ 

Hrafnhildur Gunnarsdóttir er mörgum kunn sem heimildamyndagerðarmaður, en samhliða kvikmyndagerðinni hefur hún einnig verið formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, setið í stjórn kvikmyndaráðs og Nordisk Panorama og verið formaður Samtakanna 78. Verk Hrafnhildar er fjölmörg, en meðal þeirra eru Corpus Camera, Stelpurnar okkar, Með hangandi hendi, Svona fólk og Vasulka áhrifin. Ég fékk að kíkja í heimsókn á skrifstofu Hrafnhildar í Gufunesi, þáði kaffibolla og við spjölluðum um heimildamyndagerð.

http://krummafilms.com/

Tónlist: Tómas R. Einarsson

Reykjavík Feminist Film Festival er ný kvikmyndahátíð sem mun vafalaust sóma sér vel í flóru íslenskra kvikmyndahátíða. María Lea Ævarsdóttir, kom til mín í kaffi og sagði mér frá hátíðinni sem fer fram í fyrsta sinn 16.-19.janúar 2020. 

http://rvkfemfilmfest.is/

Tónlist: Jana María Guðmundsdóttir

Flora: https://open.spotify.com/album/2N6qNsTKiTPt7LhU5zAmpn

Elfar Aðalseinsson leikstýrði myndinni End of Sentence sem var opnunarmynd RIFF í ár. Bakgrunnur Elfars er talsvert ólíkur því sem við erum vön að heyra af þegar kemur að kvikmyndagerðarfólki. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri um árabil þar til hann ákvað að venda kvæði sínu í kross og snúa sér að kvikmyndagerð þegar hann var 37 ára gamall.

www.berserkfilms.com

Tónlist: Magni Freyr Þórisson (magniice@gmail.com)

https://magniice.bandcamp.com/ 

Hugleiðingar þáttastjórnanda, stödd í verkefni úti á landsbyggðinni. 

Tónlist: Karl Örvarsson

Amsterdam Lift-Off Film Festival - online selection 2019

https://vimeo.com/ondemand/amsterdamliftofffeatures

Rjómi / Underdog

https://www.rjomi.com/

https://www.facebook.com/rjomi.bullterrier/

Tómas Örn Tómasson hefur komið víða við í kvikmyndatöku síðastliðin 20 ár. Allt frá Latabæ yfir í Arctic með Mads Mikkelsen.... við fórum yfir allt þetta og meira til, þar til vælandi hundur missti þolinmæðina. 

http://www.tomastomasson.com

Tónlist: Jana María Guðmundsdóttir

Flora: https://open.spotify.com/album/2N6qNsTKiTPt7LhU5zAmpn

 

 

Hrund Atladóttir, animator, myndlistakona og kvikmyndatökukona, var fyrsta íslenska konan til að skjóta bíómynd í fullri lengd. Við spjölluðum um ferilinn, animation, dróna, kvikmyndina "Taka 5", konur í camerudeild og margt fleira í þessu skemmtilega viðtali. 

http://www.hrund.org/

Tónlist: "Með hjartað úti" eftir Ingvar Örn Arngeirsson.

https://soundcloud.com/ingvar_orn

https://soundcloud.com/heimskautarefur

September 23, 2019

#04 Börkur Gunnarsson - RIFF

Reykjavík International Film Festival 2019, hefst 26.september og lýkur 6.október. Á dagskránni í ár eru 147 kvikmyndir og fjöldinn allur af viðburðum, svo sem meistaraspjöll og fleira. Börkur Gunnarsson fjölmiðlafulltrúi RIFF settist niður með mér í spjall um hátíðina.

 https://riff.is/

 Tónlist: "Floating Platforms" eftir Breka Mánason

http://brekimanason.com/

Bílstjóri sem bjargaði tveggja tommu filmum frá haugunum...aðgengi að íslenskum myndum á internetinu...og 15 manna bíósalur... Þetta og margt fleira kom fram í spjalli mínu við Gunnþóru Halldórsdóttur, verkefnastjóra Kvikmyndasafns Íslands.  

Kvikmyndasafn Íslands: https://kvikmyndasafn.is/

Tónlist: "Frosnir" eftir Elvar Smára Júlíusson

es.juliusson@gmail.com

Grímur Hákonarson frumsýndi nýverið Héraðið, sína þriðju mynd í fullri lengd. Grímur spratt fram á sjónarsviðið fyrir alvöru þegar önnur mynd hans, Hrútar, fór sigurför um heiminn. En ferillinn byrjaði að sjálfsögðu ekki þar, því enginn verður óbarinn biskup. Í viðtalinu förum við yfir ferilinn, allt frá upphafsárunum og fram til dagsins í dag. 

Héraðið: https://kvikmyndir.is/mynd/?id=12204

Tónlist: "Out Of Nowhere" eftir Hauk Karlsson

haukur@haukurkarls.com

 

Load more