Elfar Aðalseinsson leikstýrði myndinni End of Sentence sem var opnunarmynd RIFF í ár. Bakgrunnur Elfars er talsvert ólíkur því sem við erum vön að heyra af þegar kemur að kvikmyndagerðarfólki. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri um árabil þar til hann ákvað að venda kvæði sínu í kross og snúa sér að kvikmyndagerð þegar hann var 37 ára gamall.

www.berserkfilms.com

Tónlist: Magni Freyr Þórisson (magniice@gmail.com)

https://magniice.bandcamp.com/ 

Hugleiðingar þáttastjórnanda, stödd í verkefni úti á landsbyggðinni. 

Tónlist: Karl Örvarsson

Amsterdam Lift-Off Film Festival - online selection 2019

https://vimeo.com/ondemand/amsterdamliftofffeatures

Rjómi / Underdog

https://www.rjomi.com/

https://www.facebook.com/rjomi.bullterrier/

Tómas Örn Tómasson hefur komið víða við í kvikmyndatöku síðastliðin 20 ár. Allt frá Latabæ yfir í Arctic með Mads Mikkelsen.... við fórum yfir allt þetta og meira til, þar til vælandi hundur missti þolinmæðina. 

http://www.tomastomasson.com

Tónlist: Jana María Guðmundsdóttir

Flora: https://open.spotify.com/album/2N6qNsTKiTPt7LhU5zAmpn

 

 

Hrund Atladóttir, animator, myndlistakona og kvikmyndatökukona, var fyrsta íslenska konan til að skjóta bíómynd í fullri lengd. Við spjölluðum um ferilinn, animation, dróna, kvikmyndina "Taka 5", konur í camerudeild og margt fleira í þessu skemmtilega viðtali. 

http://www.hrund.org/

Tónlist: "Með hjartað úti" eftir Ingvar Örn Arngeirsson.

https://soundcloud.com/ingvar_orn

https://soundcloud.com/heimskautarefur

September 23, 2019

#04 Börkur Gunnarsson - RIFF

Reykjavík International Film Festival 2019, hefst 26.september og lýkur 6.október. Á dagskránni í ár eru 147 kvikmyndir og fjöldinn allur af viðburðum, svo sem meistaraspjöll og fleira. Börkur Gunnarsson fjölmiðlafulltrúi RIFF settist niður með mér í spjall um hátíðina.

 https://riff.is/

 Tónlist: "Floating Platforms" eftir Breka Mánason

http://brekimanason.com/

Bílstjóri sem bjargaði tveggja tommu filmum frá haugunum...aðgengi að íslenskum myndum á internetinu...og 15 manna bíósalur... Þetta og margt fleira kom fram í spjalli mínu við Gunnþóru Halldórsdóttur, verkefnastjóra Kvikmyndasafns Íslands.  

Kvikmyndasafn Íslands: https://kvikmyndasafn.is/

Tónlist: "Frosnir" eftir Elvar Smára Júlíusson

es.juliusson@gmail.com

Grímur Hákonarson frumsýndi nýverið Héraðið, sína þriðju mynd í fullri lengd. Grímur spratt fram á sjónarsviðið fyrir alvöru þegar önnur mynd hans, Hrútar, fór sigurför um heiminn. En ferillinn byrjaði að sjálfsögðu ekki þar, því enginn verður óbarinn biskup. Í viðtalinu förum við yfir ferilinn, allt frá upphafsárunum og fram til dagsins í dag. 

Héraðið: https://kvikmyndir.is/mynd/?id=12204

Tónlist: "Out Of Nowhere" eftir Hauk Karlsson

haukur@haukurkarls.com

 

Fyrsti gestur þáttarins er leikstjórinn Dögg Mósesdóttir. Það má segja að Dögg hafi marga hatta, því auk þess að vera leikstjóri, handritshöfundur, klippari og framleiðandi, þá stjórnar hún einnig kvikmyndahátíðinni Northern Wave Film Festival og var formaður WIFT á Íslandi um árabil. 

 

WIFT á Íslandi: https://wift.is/

Freyja Filmwork: http://www.freyjafilmwork.com/

Tónlist: "My life is a movie" eftir Ingvar Örn Arngeirsson

https://soundcloud.com/ingvar_orn

https://soundcloud.com/heimskautarefur